Flæði skrif, stundum kallað skapandi skrif eða frjáls skrif (e. journaling) hefur sannað gildi sitt við að lyfta okkur upp. Skrifin efla jákvæða ígrundun og auka sjálfsvitund, viðurkenningu á eigin tilfinningum og samkennd í eigin garð.
Í þessari 30 daga áskorun er markmiðið að kynnast betur 5 lífsþáttum sem eru áhrifamikil í okkar daglega lífi. Með því að velta fyrir okkur þessum þáttum, lyftum við okkur sjálfum upp, verðum heiðarlegri og opnari um hvað við viljum í raun og veru. Við æfum einnig hin mikilvægu verkfæri sem auka jákvæðni í okkar daglega lífi, fyrirgefningu, samkennd og þakklæti.
Þættirnir eru Skýrleiki - Lífsorka - Hugrekki - Frammistaða og Áhrif.
Síðast en ekki síst er áskorunin hugarfarsþjálfun, þar sem þú færð daglega verkfæri til að tengja hugann við hjartað, svo að þú búir til meira pláss fyrir það jákvæða í þínu lífi, fyrir það sem þú raunverulega vilt meira af.
Hvernig fer áskorunin fram næstu 30 daga:
Verð 9.000 kr - Frítt núna!
Bónus: inngöngu í lokaða FB hóp.
Þetta er gjöf til þín. Gjöfin kemur fyrst og fremst frá þér.
Með því einfaldlega að gefa þér athygli og tíma.
Örlítið meiri athygli og tíma en venjulega.
Þannig getur þú búið til nýja stefnu sem eykur eigin farsæld og árangur.
Með því að taka þátt í áskoruninni, þýðir það að skýrleikinn þinn verða meira lifandi, litríkari, raunverulegri og magnaðari svo að þú vitir betur hvað þú vilt, raunverulega vilt!
Með því að taka þátt í áskoruninni, þýðir það að þú munt kynnast innri orku upp á nýtt, svo að þú munt einfaldlega geta kveikt á henni, þegar það hentar þér!
Með því að taka þátt í áskoruninni, þýðir það að þú munt átta þig á hvaða hlutir, staðir og fólk þú ert að umbera, svo að þú munt virkja upp á nýtt mörkin þín og setja þig í fyrsta sæti!
Með því að taka þátt í áskoruninni, þýðir það að þú munt sjá betur hvaða venjur eru að skila þér árangri og ánægju, svo að þú munt fagna litlu sætu sigrunum oftar og innilegra!
Með því að taka þátt í áskoruninni, þýðir það að þú munt, af meiri athygli, upplifa hvað er að hafa áhrif á þig og hvernig áhrif þú skapar, svo að þú getir byrjað að magna upp eigin tilgang!
Sæl, ég heiti Ingibjörg Reynisdóttir, sjálfstætt starfandi hugarfars- og frammistöðu markþjálfi, viðskiptafræðingur og með diplóma í jákvæðri sálfræði.
Ég hjálpa konum (menn velkomnir að taka þátt) að rísa upp og taka pláss í bæði leik og starfi, verið þær sjálfar í eigin lífi og byrjað að upplifa ánægju og árangur á hverjum degi.
Ég hjálpa þér að fara úr óreiðu yfir í skýrleika. Frá óróa yfir í ró. Upplifa ró og framgang. Fá meira af því sem þú í raun og veru vilt.
Frá því að hafa allskonar verkefni í gangi, vera upptekin af öðru fólki og þeirra verkefnum, stundum af gömlum vana, hausinn fullan af pælingum og neikvæðum hugsunum. Vera í óreiðu sem skapar óstöðugleika í leik og starfi, rótleysi og stjórnleysi. Yfir í að eiga skýra framtíðarsýn, gildi og tilgang, sem lyftir þér upp. Ný staða sem býr til hugarró, sjálfstraust og öryggi.
Ég trúi að allt byrjar með hugarfari og mikilvægi þess að aftengja gamlar og vanafastar hugsanir, og hleypa nýjum út sem magnar allt upp.
Þessi áskorun er gjöf til þín, til að leggja áherslu á að þitt líf snýst fyrst og fremst um þig og á það sem skiptir þig máli. Á 30 dögum muntu kynnast þér betur og skerpa á því sem þú raunverulega vilt.
Gangi þér vel og mundu að þú ert einstök og mikils virði ❤️