30 daga áskorun í flæði skrifum

Finndu nýtt frelsi og þinn skýrleika

Flæði skrif, stundum kallað skapandi skrif eða frjáls skrif (e. journaling) hefur sannað gildi sitt við að lyfta okkur upp. Skrifin efla jákvæða ígrundun og auka sjálfsvitund, viðurkenningu á eigin tilfinningum og samkennd í eigin garð.  

Í þessari 30 daga áskorun er markmiðið að kynnast betur 5 lífsþáttum sem eru áhrifamikil í okkar daglega lífi. Með því að velta fyrir okkur þessum þáttum, lyftum við okkur sjálfum upp, verðum heiðarlegri og opnari um hvað við viljum í raun og veru. Við æfum einnig hin mikilvægu verkfæri sem auka jákvæðni í okkar daglega lífi, fyrirgefningu, samkennd og þakklæti.

Þættirnir eru Skýrleiki - Lífsorka - Hugrekki - Frammistaða og Áhrif.

Síðast en ekki síst er áskorunin hugarfarsþjálfun, þar sem þú færð daglega verkfæri til að tengja hugann við hjartað, svo að þú búir til meira pláss fyrir það jákvæða í þínu lífi, fyrir það sem þú raunverulega vilt meira af.

Hvernig fer áskorunin fram næstu 30 daga:

  • Ný spurning kemur daglega með tölvupósti kl 20:00 
  • Ný frammistöðu-venja fylgir með daglega, sem þú getur gert að þinni venju
  • Daglega, amk 5-10 mín, æfir þú þig í að taka upp nýja venju, skrifa niður hugsanirnar þínar 

Verð 9.000 kr - Frítt núna!

Bónus: inngöngu í lokaða FB hóp.

Þetta er gjöf til þín. Gjöfin kemur fyrst og fremst frá þér. 

Með því einfaldlega að gefa þér athygli og tíma.

Örlítið meiri athygli og tíma en venjulega.

Þannig getur þú búið til nýja stefnu sem eykur eigin farsæld og árangur.

Magnaðu  upp þessa þætti í eigin lífi!

Umsagnir frá konum sem hafa
tekið áskorunina með Ingibjörgu

  • Flæðiskrifin - góð áminning um að ég má taka pláss - veittu ákveðin skýrleika
  • Sjálfstyrkjandi
  • Að vinna í hugrekkinu og geta klappað sér á bak. Að rifja upp allt sem hefur gengið á í lífinu og finna ennþá gleðina og bjartsýnina hjá mér.
  • Að fá póstinn það hvatti mig að halda áfram í sjalfsvinnuni, og það er ég sem stjórna minni velferð
  • Dagur 5 um um samkennd-fyrirgefningu og þakklæti. Meiri heiðarleiki gagnvart sjálfri mér. - Þú stendur þig mjög vel og greinilega er þetta þín ástríða. Frábært efni sem allir ættu að fara í gegnum og ætti þess vegna að kenna líka í skólum.
  • Að gefa sjálfri mér athygli og tìma, ég er ánægð með þetta.
  • Gott hvað þú hélst á spöðunum og gerðir það sem þú sagðist ætla að gera
  • Breyta venju! það er svo frábært fyrir betra líf❤️ - Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa tekið þátt í þessu ferðalagi með þér kæra Ingibjörg🥰
  • Flæðiskrifin og Taktu á loft og föstudagspistlarnir mjög góðir.
  • Kærar þakkir, flott verkefni, vonandi gengur vel að þróa þetta áfram ! TAkk takk !!!
  • Breyta venju ég þurfti þess❤️ -Elska að vera með í flæðinu þínu kæra Ingibjörg😘❤️
  • Sjálfsskoðun, hvað það er sem hvetur mig áfram ,að það er ég stjórna minni velferð
  • Breyta venju af því mér tókst það
  • Setti öðru fólki mörk, var að ganga of langt á heilsuna
  • Þetta var krefjandi og margt sem vakti mig til umhugsunar, það kom mér mest á óvart hvað þetta virkar og fær mann til að endurskoða og eða sjá hvað gott er og hvað má bæta
  • Takk fyrir að gefa þér tíma til að búa til efni sem ég nýtti mér - kostnaðarlaust - ég myndi kaupa efni af þér í framtíðinni.
  • Flæðskrifin voru mjög áhugaverð og gáfu mér fullt