This website use cookies to ensure you get the best experience on our website
Komdu þér úr gamla farinu á fjórum vikum, breyttu raunveruleikanum og finndu sönnu útgáfuna af sjálfum þér.
Ef þú lætur þig dreyma um aðra stöðu í lífinu en getur ekki breytt stöðunni
sama hvað þú hefur reynt þá er þetta námskeið fyrir þig.
Þú ert á óþægilegum stað í eigin lífi. Vilt gera breytingu en veist ekki hvernig breytingu.
Ert full af óvissu um hvert er næsta skref í lífinu, hikar og leyfir þér ekki að dreyma.
Þú vill njóta lífsins en vantar samt eitthvað.
Að vera allt í einu í stöðu sem þú vilt ekki vera í eða í stöðu sem er búin til að öðrum. Þú ert lent á stað sem þú vilt ekki vera á, finnur til vanlíðan en gerir ekkert í því, þú frestar og ofhugsar í stað þess að taka af skarið.
Þú átt að gera eitthvað
það eru reglur/lög/skyldur sem segja að þú átt að gera það en Þú hikar/ frestar/langar ekki að gera það.
Þú ert að gera eitthvað til að geðjast öðrum
En langar í raun og veru ekki að gera það.
Þú veist að þú átt að gera eitthvað
því það er heilbrigð skynsemi (það er hollt/gott fyrir þig að gera það) en þú hikar/frestar/streitist á móti að gera það.
Síðast en ekki síst
Er þetta námskeið fyrir þig ef þú vilt hætta að vera föst á fyrstu þremur krossgötunum og komast á krossgötu númer 4 Þar sem þú ert ákveðin í að láta drauminn þinn rætast og tekur full sjálfstraust ákvörðun um næsta skref. Síðast en ekki síst, þú ferð af stað og tekur fyrsta skrefið!
Ef ert nokkuð sátt með stöðuna hjá þér í dag og finnst þú ekki þurfa að breyta neinu.
Allt er bara fínt og ef eitthvað myndi koma upp á þá er þetta ekki námskeið fyrir þig.
Ef þú átt ekki draum eða vonir um eitthvað betra þá færðu líklega ekkert út úr þessu námskeiði nema mögulega vissuna um að þú hafir haft rétt fyrir þér um eigin stöðu sem er vissulega einhvers virði.
Sæl, ég heiti Ingibjörg og hef undanfarin 32 ár starfað sem yfirmaður, bæði í eigin rekstri og hjá öðrum. Oftar en ekki við að hvetja fólki til að ná betri árangri og vera besta útgáfa af sjálfum sér í starfi.
Ég tók snemma eftir því að fólk sem ég stýrði þakkaði mér fyrir hvatningu og ráð sem ég gaf þeim og hvað það hafði kennt þeim mikið. Oftar en ekki hafði það skapað breytingar sem það þráði, í eigin lífi, og hjálpaði þeim að taka fyrsta skrefið í átt að láta sína drauma rætast.
Hversu stórir draumarnir geta orðið er aðeins til í hjartanu, hversu mikið þú getur gert er aðeins til í huganum.
Það varð til þess að ég varð forvitin um persónulega markmiðssetningu og hvað ,,árangur" í raun og veru er. Ég uppgvötaði hvað skiptir máli til að ná árangri!
Hugurinn þarf að læra að hlusta á hjartað, og hjartað þarf að læra að hlusta á hugann.
Þannig verða til stórir draumar og maður fer að trúa því raunverulega að allt sem maður vil sé mögulegt, sé gerlegt.
Hvernig þú gerir eitthvað er hvernig þú gerir allt!
Með því að fara í gegnum krossgöturnar sínar fer maður í gegnum það sem er krefjandi og jafnvel smá óþægilegt.
Uppskeran er eitthvað allt annað en þú átt von á og býr til eitthvað nýtt og stórkostlegt.
Það er nákvæmlega það sem ég gerði þegar ég missti vinnuna haustið 2019 og fékk í áfallinu, óvænt tækifæri að byrja upp á nýtt.
Nú býð ég einstaklingum upp á netnámskeið, einkaþjálfun í markmiðasetningu og hugarfarsbreytingu í eigin lífi og starfi.
Markmiðið er ávallt það sama. Að eiga meira vellíðan og láta það sem skiptir mann mestu máli skapa daglega jákvæða orku og skýra stefnu.
Ég brenn fyrir því að hjálpa fólki að vera í stöðugri sjálfsvinnu svo að þau geti byrja að upplifa hvað lífið er magnað og fullt af töfrum. Þannig skapast fleiri tækifæri á styttri tima.
Lítið vissi ég að ég hafði tekið hárrétt skref
og í raun nýtti þetta tækifæri til að undirbúa mig fyrir
breytta tíma, breyttan raunveruleika.
Ég á fullu með 100 manns á netnámskeiðinu Hvað nú!
Og þurfti ekki að hætta við eitt eða neitt.
Síðan er liðin þrjú ár og ég hef náð að byggja upp fyrirtækið mitt, búið til 3 önnur námskeið og bætt við mig þekkingu til að hjálpa öðrum að upplifa meiri jákvæðni og vellíðan í eigin lífi.
Það var ekki síst námskeiðinu sem ég bjó sjálf til í upphafi alls þetta sem hjálpaði mér áfram og halda mínu striki, styrkja eigin stefnu og gefa meira af mér.
Vertu með og skráðu þig á biðlista - ég læt þig vita hvenær það byrjar.
Tíminn er núna!
Þú verður fyrst að fá allar upplýsingar um námskeiðið og auka bónus fyrir að skrá þig á listann.
Reykjavík - Iceland